Tennis- og íþróttahús í Laugardal

Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur (HMR) vill koma upp innanhús- og félags aðstöðu fyrir fánafótbolta-, hafnabolta-, mjúkbolta- og tennis íþróttir á sumaræfingasvæði félagsins í Laugardal. Svæðið er skilgreint í dag á deiliskipulaginu sem aðkoma fyrir rútur og taxa / svæði V. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 þá er lóðin innan skipulags Laugardalsins og skilgreint sem opið svæði og nánar skilgreint sem borgargarður. “Innan borgargarða er gert ráð fyrir útivistariðkun og fjölbreyttri mannvirkjagerð af ýsum toga sem tengist nytingu og þjónustu svæðanna til útiveru, afþreyingar og leikja og allra almennrar frístundaiðkunar.”

Sérstaklega vegna vaxandi áhugi fyrir tennisíþróttinni á öllum stigum hjá félaginu – frá yngstu byrjendum til hugsandi atvinnumanna, viljum við axla þessa ábyrgð og koma upp innanhúss tennisaðstöðu sem nyttast hinir íþróttir félagsins um leið. HMR hefur verið með tennisíþrótt í þrjú ár og með marga iðkendur, nokkra Íslandsmeistara titla og tennismann ársins 2015 & 2016. Við erum líka með framtíðaráætlun – sjá viðhengi, sem styður við uppbygging tennisspilara sem er í takt við Alþjóðatennissambandið. Við gerum líka ráð fyrir uppbygging fánafótbolta, hafnabolta og mjúkbolta íþróttir þar sem hefur vantar innanhússaðstaða frá upphaf félagsins, fyrir tiu árum. Þar sem þessar íþróttir eru á frumstig í þróun, sjáum við tækifæri í gegnum öflugt grasrótastarfsemi að gera þeim heilsársíþróttir. Við gerum ráð fyrir að vera með tíma til útleigu sem mun gera félaginu kleift til að styðja við svona grasrótastarfsemi, vera með öflugari barna- og unglingastarfsemi, betri mótahöld, félagakeppni og nauðsynlegan stuðning til afreksfólks.

Þessi staðsetning hefur hentað félaginu vel í gegnum árin og pláss fyrir u.þ.b. 80 bílastæði vestan megin við lóðina í dag. Við höfum skoðað sambærilegar byggingar í Kópavogi – Tennishöllin, sem er með þrjá innanhúss tennisvelli (57 m. x 43 m., ca. 10m. lofthæð í mæni) og þjónustubyggingu (14m. x 9m., á einni hæð). “Gamla Tennishöllin” í Kópavogi (Sporthúsið í dag) hýsti sex innanhúss tennisvelli á sínum tíma sem var samtals 125m. x 39 m., ca. 10m. lofthæð í mæni. Vegna aukinnar eftirspurnar – frá grasrótastarfsemi upp í afreksstörf, af okkar mismunandi íþróttagreinum, höfum við gert hagvæmniathugun fyrir hugsanlegt íþróttamannvirki sem getur hýst þessar fjórar íþróttir og niðurstaðan sýnir að 4 til 6 tennisvalla hús væri skynsamlegasta lausnin. Viðurkennt tennis undirlag getur sömuleiðis nýst fyrir iðkun hafna-fána- og mjúkbolta. HMR var stofnað innan ÍBR fyrir ellefu árum og undanfarin þrjú ár höfum við verið í ábyrgð fyrir alla Reykvíska tennisstarfsemi innanhúss í Reykjavík – á þremur badminton völlum (st.27 m. x 14 m.) sem er ekki nægilega stórt fyrir einn tennisvöll (st. 36 m. x 18 m.). Það er ekki eitt innanhúss tennisvöll í Reykjavík þrátt fyrir því að Reykjavík tennis iðkendur eru vel yfir 600 manns í dag og því mikil þörf fyrir innanhúss tennisvelli í borginni.
Til samanburð við innanhús tennisvellir hinu höfuðborg norðurlanda –
Helsinki – 65
Kaupmannahöfn – 26
Osló – 44
Reykjavík – 0
Stokkhólm – 196

HMR vilja samstarf við Reykjavíkurborg til að koma til móts við þarfir íþróttarinnar í Reykjavíkurborg og það er hægt að treysta á að samstarfið verði gert á réttum forsendum öllum til hagsbóta. Félagið hefur reynslu, þekkingu, árangur og metnað og viljum tryggja velgengni þessar heimsíþróttar í borginni okkar.

Til viðbót við Hverfið mitt, við erum með undirskriftasöfnunin í nafni íbúa Reykjavíkur, foreldra iðkenda og stuðningsmanna HMR. Gert er ráð fyrir að þeir sem skrifi undir séu orðnir 18 ára –  https://is.petitions24.com/tennishus_i_reykjavik__indoor_tennis_facility_in_reykjavik

Borgarstjórin Reykjavíkur fær listann afhentan í maí 2018.

Páskafrí

Páskafrí frá æfingar verður frá 26.mars – 2.apríl

Æfingar hefjast að nýju 3.apríl.

Gleðilega Páska!

Image result for easter holiday