Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu á Stórmóti HMR TSÍ

Anna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna á Stórmót HMR TSÍ.

Anna Soffía sigraði Iris Staub úr Tennisfélagi Kópavogs 4-6, 7-5, 6-2 á meðan  Rafn Kumar sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius 6-1, 1-6, 7-6.  Báða leikjana voru hnífjafn í bestu veður á nýjum vellum Tennisklúbbur Víkings í Fossvogsdalnum.  Kvennaúrslitaleikurinn var rúmlega þrjár klukkustundir á meðan karla leikurinn endaði með oddalotu í úrslita settið.

Í U12 barnaflokk sigraði Ómar Páll Jónasson á móti Daníel Wang Hansen 6-4, 3-6, 6-2.

Stórmót HMR í tennis

23.-26.júlí 2018
Tennisklúbbur Víkings
Traðarland 1, 108 Reykjavík

Stórmót Hafna- og Mjúkboltafélag TSÍ verður haldið 23.-26.júní.Mótinu er skipt í eftirfarandi flokka – ITN Einliða, U18, U16, U14, U12, U10 & Mini Tennis.   Gjald – ITN 3.500 kr. / Barnaflokkar 2.800 kr.

Skráning fer fram á heimasíðu Tennissambandsins – http://tennissamband.is/2018/07/stormot-hafna-og-mjukboltafelagsins-tsi/

Síðasti skráningadagur (og afskráningadagur) er föstudaginn 20. júlí kl. 18.

Markmiðið með ITN kerfinu er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og svo verður númerið uppfært eftir mótið.
Mótstjóri: Raj K. Bonifacius s.820-0825