Hafnabolta kynningar í Hlíða- og Breiðagerðisskóla gengur vel þessi dagana!
Author: admin32
Aðalfund HMR
Aðalfund Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur verður haldið Fimmtudaginn, 16.júní næstkomandi í félagshúsið við Tröllatún og hefst kl.19
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
7. Kosning fastra nefnda ef við á.
8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
9. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til

Vetraræfingar í Hlíðaskóla – skráning hafin á vorönn 2017
Hlíðaskóla í vetur – Amerískur Fánafótbolta, hafnabolta og tennis æfingar hefjast mánudaginn, 9.janúar . Meira upplýsingar og skráningasíðu hér

Rafn Kumar sigraði Meistaramót TSÍ
Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagið Reykjavíkur vann Meistaramótið í einliðaleik og tvíliðaleik karla í tennis í dag. Hann hafði betur gegn Vladimir Ristic í tveimur settum.
Rafn er tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis en hann sýndi það og sannaði að hann er besti spilarinn í karlaflokki í dag með því að vinna Meistaramótið. Hann hafði betur gegn Vladimir Ristic í tveimur settum en fyrra settinu lauk með 6:4 sigri Rafns og það síðara 6:3.

Rafn Kumar tennismaður ársins
Rafn Kumar Bonifacius hafa verið útnefnd tennismaður ársins af Tennissambandi Íslands.
Niðurstaðan var einróma en atkvæðisrétt hafa allir í stjórn og varastjórn TSÍ ásamt starfandi landsliðsþjálfurum og önnur ár í röð að Rafn Kumar er valinn.
Rafn Kumar hefur verið ósigraður hérlendis síðan ágúst 2014. Hann vann öll þrjú stærstu mót ársins; Meistaramót karla í janúar, Meistaraflokkur karla á Íslandsmóti Innanhúss í apríl og Meistaraflokk karla á Íslandsmóti Utanhúss í ágúst, auk þess að vera efstur á Stigalista TSÍ vegna ársins 2016. Rafn Kumar hefur æft af kappi í ár og ferðast talsvert þar sem hann hefur verið að spila í mótaröð atvinnumanna frá febrúar 2016. Markmið hans er að vera meðal bestu 500 spila heims fyrir lok ársins 2018.

HMR tennisfólk að standa sig vel á Íslandsmót Utanhúss
HMR tennisfólk stóð sig vel á Íslandsmót Utanhúss sem kláraði í dag við tennisvellina Þrótta í Laugardal.
Íslandsmeistarar Utanhúss 2016
Óðinn Atherton, U12 einliða strákar
Rafn Kumar Bonifacius, Meistaraflokk Karla í einliða og tvíliðaleik
Til hamingju Óðinn & Rafn Kumar!

Rafn Kumar Íslandsmeistari í tennis
Rafn Kumar Bonifacius varð í gær Íslandsmeistari í tennis eftir sigur á Birki Gunnarssyni á tennisvelli Þróttar í Laugardalnum.
Veður setti strik í reikninginn, þar sem nokkur rigning var og vellirnir því blautir. Keppendur óskuðu eftir því að leikurinn yrði færður til og spilaður innadyra. Bið varð á að leikurinn hæfist á meðan aðstæður voru metnar.
Niðurstaðan var að vellirinir væru í góðu ástandi og leikurinn yrði spilaður. Mótsstjóri tók ákvörðun um þetta eftir samráð við dómara. Birkir mótmælti ákvörðuninni og mætti meira en ellefu mínútum of seint í leikinn og tapaði þremur lotum samkvæmt úrskurði dómara.
Það var því á brattann að sækja fyrir Birki sem tapaði fyrra settinu, 6-2, fyrir Rafni Kumar. Rafn Kumar vann síðan síðara settið, 6-2.
Aðalfund HMR 2016
Aðalfund Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur verður haldið Fimmtudaginn, 9.júní næstkomandi í félagshúsið við Tröllatún og hefst kl.20
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
7. Kosning fastra nefnda ef við á.
8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
9. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara.
10. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
11. Önnur mál.

Grunnskólamót Reykjavíkur 2016 – Amerískur Fánafótbolta & Tennis
Hafna- og Mjúkboltafélag í samstarfi við Tennisdeild Víkings mun sjá um tvö Grunnskólamót – Amerískur Fánafótbolti og Míni Tennis, fyrir Reykvísk börn. Ókeypis æfingar og keppni fyrir börn í 4., 5. og 6. bekk verða haldnar í Íþróttahúsi Hlíðaskóla (Hamrahlið 2, 105 Reykjavík) undir leiðsögn landsliðsþjálfarans Raj K. Bonifacius. Keppni fer svo fram úti, Tennis á tennisvöllum Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík; Amerískur Fánafótbolti – “Tröllatúni”, Laugardal, grassvæði á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegs). Meira upplýsingar hér.
Páskafrí – Æfingar byrja aftur fimmtudaginn, 31.mars
Páskafrí – Æfingar byrja aftur fimmtudaginn, 31.mars.
Gleðilega Páska