Upptaka af dómara mistök í gær

Efsti tennispilari félagsins, Rafn Kumar Bonifacius vann Birki Gunnarsson, Tennisfélag Kópavogs, 6-3, 7-5 í úrslitum einliðaleiks karla í tennis í gær en Rafn Kumar varð þar með Íslandsmeistari utanhúss í tennis þriðja árið í röð. Á einum tímapunkti í úrslitaleiknum var Rafn Kumar einstaklega ósáttur með ákvörðun dómarans og ákvað hann því að rökræða aðeins við dómara leiksins, þegar staðan var 40-15 fyrir Birkir í fyrstu lotu, í öðru setti. Birkir sækir netið, Rafn Kumar slær framhjá honum og boltinn lendir inn fyrir endalínu. Stóldómarinn telur boltann vera inni og kallar 40-30.   En svo gefur línudómarinn á hliðalínan merki að boltann var út fyrir endalínan, sem er brot um reglugerð línudómara. Svo byrjar ágreiningur milli Rafns og stóldómarans, en því miður gerir stóldómarinn mistök og gefur stigið til Birkis eins og sést á upptöku frá RÚV hér

Undir venjulegum kringumstæðum væri yfirdómari kallaður á vettvanginn til að leysa ágreiningar um tennisreglurnar milli leikmanna og stóldómara.  Þar sem línudómarinn var einnig yfirdómarinn var ekki mögulegt að deila um mistök stóldómarinns. 

Það er skýrt í reglugerð alþjóða tennissambandsins um línudómgæslu og ábyrgð þeirra (“ITF Duties and Procedures for Officials“, bl. 7) –
F LINE UMPIRE
A Line Umpire shall:
1 Carry out his/her duties in accordance with the approved procedures of the ITF. For more details please refer to the ITF Line Umpire Guide.
2 Dress uniformly with other Line Umpires as prescribed by the ITF Supervisor/Referee. Line Umpires shall not wear clothing that is white, yellow or
other light colours that can interfere with the vision of the players.
3 Be on time for all assignments.
4 Take a position which gives the best view of his/her assigned line.
5 Call all balls on his/her assigned line only and not give opinions on calls on other lines.

Rétt ákvörðun í þessu tilfelli hefði verið að Rafn Kumar fengi stigið, vegna þess að stóldómarinn sér ekki bil á milli boltans og línunnar og þannig er boltinn inni.

Óðinn Michael og Rafn Kumar Íslandsmeistarar í tennis

Þeir Óðinn Michael Atheron og Rafn Kumar Bonifacius vann til sigurs í dag á Íslandsmót Utanhúss í tennis.   Óðinn Michael vann U12 ára flokk í einliðaleik örugglega á móti Ómar P. Jónasson, 6-0, 6-0 Á Víkingsvöllum.   Hann keppti líka upp fyrir sig  í U14 flokk einliða og náði silfur verðlaun þar á móti Tómas Andri Ólafsson í úrslitaleikinn, 6-0, 6-2.   Sennilega bestu leikurinn Óðins var á móti 15 ára Brynjar Sanne Engilbertsson í U16 flokk.  Brynjar vann 6-2, 4-6, 6-1 eftir mikill baráttu.

Rafn Kumar vann sínu þriðju Íslandsméistara titilinn í meistaraflokk karla einliða í dag á móti Birkir Gunnarsson, 6-3, 7-5.   Birkir byrjaði betur og leið 3-1 áður en Rafn Kumar vann fimm lotur í röð.   Í seinni settið var hann undir 4-1 en náði að vinnu 7-5.   Hann og bróðir sinn, Ívan Kumar Bonifacius, náði silfur verðlaun í meistaraflokk karla tvíliða.

Aðalfund HMR

Aðalfund Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur verður haldið Fimmtudaginn, 16.júní næstkomandi í félagshúsið við Tröllatún og hefst kl.19
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
7. Kosning fastra nefnda ef við á.
8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
9. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til

Rafn Kumar sigraði Meistaramót TSÍ

Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagið Reykjavíkur  vann Meistara­mótið í einliðal­eik og tvíliðaleik karla í tenn­is í dag. Hann hafði bet­ur gegn Vla­dimir Ristic í tveim­ur sett­um.

Rafn er tvö­fald­ur Íslands­meist­ari í tenn­is en hann sýndi það og sannaði að hann er besti spil­ar­inn í karla­flokki í dag með því að vinna Meistara­mótið. Hann hafði bet­ur gegn Vla­dimir Ristic í tveim­ur sett­um en fyrra sett­inu lauk með 6:4 sigri Rafns og það síðara 6:3.

Rafn Kumar meistari

Rafn Kumar tennismaður ársins

Rafn Kumar Bonifacius hafa verið út­nefnd tenn­is­maður árs­ins af Tenn­is­sam­bandi Íslands.

Niðurstaðan var ein­róma en at­kvæðis­rétt hafa all­ir í stjórn og vara­stjórn TSÍ ásamt starf­andi landsliðsþjálf­ur­um og önnur ár í röð að Rafn Kumar er valinn.

Rafn Kumar hef­ur verið ósigraður hér­lend­is síðan ág­úst 2014. Hann vann öll þrjú stærstu mót árs­ins; Meist­ara­mót karla í janú­ar, Meist­ara­flokk­ur karla á Íslands­móti Inn­an­húss í apríl og Meist­ara­flokk karla á Íslands­móti Ut­an­húss í ág­úst, auk þess að vera efst­ur á Stigalista TSÍ vegna árs­ins 2016. Rafn Kumar hef­ur æft af kappi í ár og ferðast tals­vert þar sem hann hef­ur verið að spila í mótaröð at­vinnu­manna frá fe­brú­ar 2016. Mark­mið hans er að vera meðal bestu 500 spila heims fyr­ir lok árs­ins 2018.

Rafn Kumar Bonifacius

Rafn Kumar Íslandsmeistari í tennis

Rafn Kumar Bonifacius varð í gær Íslandsmeistari í tennis eftir sigur á Birki Gunnarssyni á tennisvelli Þróttar í Laugardalnum.

Veður setti strik í reikninginn, þar sem nokkur rigning var og vellirnir því blautir. Keppendur óskuðu eftir því að leikurinn yrði færður til og spilaður innadyra. Bið varð á að leikurinn hæfist á meðan aðstæður voru metnar.

Niðurstaðan var að vellirinir væru í góðu ástandi og leikurinn yrði spilaður. Mótsstjóri tók ákvörðun um þetta eftir samráð við dómara. Birkir mótmælti ákvörðuninni og mætti meira en ellefu mínútum of seint í leikinn og tapaði þremur lotum samkvæmt úrskurði dómara.

Það var því á brattann að sækja fyrir Birki sem tapaði fyrra settinu, 6-2, fyrir Rafni Kumar. Rafn Kumar vann síðan síðara settið, 6-2.

rafn_kumar_birkerod