Rafn Kumar kjörin tennismaður ársins 2015

Tennissamband Íslands tilnefndi tennisfólk ársins í gær og var Rafn Kumar Bonifacius valinn tennismaður ársins 2015. Þetta er í fyrsta skipti sem iðkandi Hafna- og Mjúkboltafélags er valinn íþróttamaður sérsambands og í fyrsta skipti í 16 ár sem Reykvískt tennisfélag á tennismann ársins eða síðan Hrafnhildur Hannesdóttir hjá Fjölni árið 1999.
Stutt saga um árið hjá honum – Snemma árs sigraði Rafn Kumar Meistaramót TSÍ í meistaraflokki. Hann vann bæði Íslandsmót innan- og utanhúss á árinu í meistaraflokki, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Hann spilaði fyrir hönd Íslands á Davis cup(heimsmeistaramóti landsliða) í júlí og vann þar tvo leiki. Með góðum árangri á árinu tryggði hann sér sigur sem stigameistari TSÍ og einnig er hann nr.1 á stigalista TSÍ. Rafn Kumar hefur verið ósigraður hérlendis síðan ágúst 2014. Hann stefnir á að taka þátt á mótaröð atvinnumanna frá febrúar 2016 og að vera kominn innan bestu 500 spilara heims lok 2018.

Rafn Kumar Bonifacius
Rafn Kumar Bonifacius

Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu 4.Stórmót TSÍ

4.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitaleikjum í ITN styrkleikaflokki. Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna og karla voru nna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Rafn Kumar sigraði föður sinn, Raj K. Bonifacius 6-1 og 6-2. Með sigr­in­um hef­ur Rafn Kumar tryggt sér sig­ur sem stiga­meist­ari TSÍ fjórða árið í röð þegar tvö mót eru eft­ir á ár­inu, bikar­mót TSÍ og meist­ara­mót TSÍ.

Anna Soffía sigraði Söru Lind Þor­kels­dótt­ur, úr tennisdeild Vík­ings örugglega 6-0 og 6-0. Þetta er fjórði meist­ara­flokkstit­ill­inn hjá Önnu Soffíu í ár og fyrsti úr­slita­leik­ur Söru Lind­ar á stór­móti TSÍ.

20151206_103708

Frank Moser í heimsókn

Frank Moser, atvinnumaður í tennis, var í stutt heimsókn í vikunni og æfði með Rafn Kumar nokkrar klukkutímar.   Hann hefur verið nr. 48 í tvíliða  og nr. 288 í einliða á heimslistann, unnið 26 tvíliðaleiks atvinnumótum en sennilega frægasta afrek hans er þegar hann og Ivo Karlovic unnu heimsmeistarar Bryan bræðir á Bandariska Opið  árið 2011.   Frank og Raj keppti fyrir söma háskólalið í Bandaríkjana – Virginia Commonwealth University, í Richmond, Virginia.

Frank Moser & Rafn Kumar
Frank Moser & Rafn Kumar

Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu á 3.Stórmóti TSÍ

Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur og Anna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna.

Rafn Kumar sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius örugglega 6-2 og 6:0 í úrslitaleik í meistaraflokki karla.

Anna Soffía sigraði Heru Björk Brynj­ars­dótt­ur úr Tennisdeild Fjölnis 9-6 í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna. Leikurinn var hnífjafn að 6-6 en þá tók Anna Soffia til sinna ráða og vann síðustu þrjár loturnar og þar með leikinn 9-6.

Í undanúr­slit­um vann Rafn Kumar Teit Mars­hall úr Tennisdeild Fjölnis 6-0 og 6-0 og Raj vann Vla­dimir Ristic úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs, 7-6 og 6-2.

Rafn Kumar & Raj
Rafn Kumar & Raj

Rafn Kumar Bonifacius & Anthony John Mills eru Íslandsmeistarar Utanhúss 2015

Íslandsmót Utanhúss 2015, Þróttar tennisvellir, Laugardal, Reykjavík.
HMR tenniskappi Rafn Kumar Bonifacius, vann Birki Gunn­ars­son sem leik­ur fyr­ir Tenn­is­fé­lag Kópa­vogs í úrslitaleik Meistaraflokk Karlar í einliðaleik. Rafn Kumar sigraði í tveim­ur sett­um, 6-2 og 6-2 og landaði þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli utanhúss í meistaraflokki karla. Rafn Kumar var tvöfaldur Íslandsmeistari þar sem hann sigraði einnig í tvíliðaleik karla ásamt föður sínum Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Þeir sigruðu Egil Sigurðsson og Samuel F. Úlfsson, sem spila báðir fyrir Tennisdeild Víkings, 6-2 og 6-1.  Rafn Kumar hefur nú sigrað stærstu tennismót hérlendis undanfarin mánaða – TSÍ Bikarmeistaramót (des ´14), Meistaramót TSÍ (jan ´15), Íslandsmeistaramót Innanhúss (apr ´15) og nú Íslandsmeistaramót Utanhúss.

IMG_3440

Anthony John Mills, HMR,  kom, sá og sigraði allir í öðlingaflokkur í einliðaleik.  Anthony vann Oscar Mauricio Uscategui, 6-3, 6-3 og Bjarni Jóhann Þórðarson 7-6, 3-6, 6-4.  Anthony var líka Íslandsmeistari Innanhúss í öðlinga flokkurinn!

Til hamingju Rafn Kumar og Anthony!!

 

Aðalfund HMR

Aðalfund Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur verður haldið Föstudaginn, 12.júní næstkomandi í félagshúsið við Tröllatún og hefst kl.18
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
7. Kosning fastra nefnda ef við á.
8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
9. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til