Rafn Kumar Bonifacius & Anthony John Mills eru Íslandsmeistarar Utanhúss 2015

Íslandsmót Utanhúss 2015, Þróttar tennisvellir, Laugardal, Reykjavík.
HMR tenniskappi Rafn Kumar Bonifacius, vann Birki Gunn­ars­son sem leik­ur fyr­ir Tenn­is­fé­lag Kópa­vogs í úrslitaleik Meistaraflokk Karlar í einliðaleik. Rafn Kumar sigraði í tveim­ur sett­um, 6-2 og 6-2 og landaði þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli utanhúss í meistaraflokki karla. Rafn Kumar var tvöfaldur Íslandsmeistari þar sem hann sigraði einnig í tvíliðaleik karla ásamt föður sínum Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Þeir sigruðu Egil Sigurðsson og Samuel F. Úlfsson, sem spila báðir fyrir Tennisdeild Víkings, 6-2 og 6-1.  Rafn Kumar hefur nú sigrað stærstu tennismót hérlendis undanfarin mánaða – TSÍ Bikarmeistaramót (des ´14), Meistaramót TSÍ (jan ´15), Íslandsmeistaramót Innanhúss (apr ´15) og nú Íslandsmeistaramót Utanhúss.

IMG_3440

Anthony John Mills, HMR,  kom, sá og sigraði allir í öðlingaflokkur í einliðaleik.  Anthony vann Oscar Mauricio Uscategui, 6-3, 6-3 og Bjarni Jóhann Þórðarson 7-6, 3-6, 6-4.  Anthony var líka Íslandsmeistari Innanhúss í öðlinga flokkurinn!

Til hamingju Rafn Kumar og Anthony!!