Endurbætt heimasíða hjá HMR.IS

Nú hefur HMR.IS  fengið andlitslyftingu, glænýtt útlit á heimasíðu okkar hefur nú litið dagsins ljós. Það er Vefhetjan sem á heiðurinn af nýja útlitinu. Með tilkomu nýju síðunnar þá vonumst við til að setja aukakraft í síðuna og reyna að bæta við efni hér höfðar til allra hafna- og mjúkboltaáhugamanna á íslandi.

Hér til hægri er hægt að skrá sig á póstlista okkar, hvetjum við alla til að gera það, það er ætlun okkar að senda út öðru hvoru fréttabréf með helstu fréttum og öðru skemmtilegu úr heimi hafna- og mjúkbolta hér á landi. Ef þú lumar á góðri hugmynd eða vilt koma einhverju áleiðis í fréttabréfið þá er þér velkomið að senda á okkur línu, getur gert það hér.