Frábær árangur á Íslandsmótinu í Tennis

Íslands­móti inn­an­húss í tenn­is lauk í dag með úr­slita­leikj­um í meist­ara­flokki karla og kvenna og voru krýnd­ir Íslands­meist­ar­ar bæði í karla- og kvenna­flokki.

Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lag Reykja­vík­ur varð Íslands­meist­ari inn­an­húss í karla­flokki í einliða og tvíliðal­eik og Anna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs varð Íslands­meist­ari inn­an­húss í einliðaflokki kvenna. Þau vörðu þar með titla sína sem þau unnu í fyrra.  Anthony Mills úr Hafna- og Mjúkboltafélagið vann líka til sigurs í Öðlingaflokk karlar þegar hann lagði Oscar Mauricio Uscategui úr Þrótti,  6-1, 6-4.  Anthony bæt sig svo með öðlinga tvíliðaleiks titillinn ásamt Raj K. Bonifacius þegar þeir lagði Jonathan Wilkens og Daði Sveinsson, 6-3, 6-2.

 

Úrslit­in urðu þessi:
Meist­ara­flokk­ur kvenna – Einliðal­eik­ur
Anna Soffía Grön­holm (Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs) vann Hjör­dísi Rósu Guðmunds­dótt­ur (Badm­int­on­fé­lagi Hafn­ar­fjörður) 6:2, 3:6, 6:3

Meist­ara­flokk­ur Karla – Einliðal­eik­ur
Rafn Kumar Bonifacius (Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur) vann Vla­dimir Ristic (Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs) 6:1, 6:3

Meist­ara­flokk­ur Karl­ar – Tvíliðal­eik­ur
Rafn Kumar Bonifacius – Raj K. Bonifacius (Vík­ingi) unnu Egil Sig­urðsson (Vík­ingi) – Ingimar Jón­son (Tenn­is­fé­lagi Garðabæj­ar) 6:3, 6:0