Íslenska World Series, HMR vs. Aðföng, Leikur 2

17. júlí 2008 var annar leikur í hinni íslensku World Series 2008, aftur var spilað á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

HMR rétt svo vann Aðföng í kvöld, 31:29. HMR byrjaði með miklum krafti og var yfir 14:0 eftir aðeins 2 lotur en Aðföng kláraði 3. lotu með 10 stig sem bilið í 14:10. HMR var yfir allan tíman en leikurinn var mjög jafnt eftir 3. lotuna. Aðföng var undir 31:26 í enda 9.lotu en þeir náðu að skora 3 stig sem gerði stöðuna 31:29 og áttu möguleika að jafna leikinn en HMR greip síðast boltan hjá Aðföngum og þar með var draumur Aðfanga úti. Aðföng mætti með þrjá nýja leikmenn og HMR með fjórar, gaman að sjá nýtt fólk í þessari skemmtilegri íþrótt.