Rafn Kumar Bonifacius sigraði 2. Stór­móti Tenn­is­sam­bands­ Íslands

Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur sigraði á 2. Stór­móti Tenn­is­sam­bands­ Íslands á ár­inu 2015 en mótið fór fram í Tenn­is­höll­inni í Kópa­vogi og kláraðist í gær.  Rafn Kumar lagði Vladimir Ristic úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs að velli í úr­slita­leikn­um í meist­ara­flokki karla 6-0 og 7-6.