Rafn Kumar vann tvöfalt

Rafn Kumar Bonifacius úr Mjúk- og Hafnarboltafélagi Reykjavíkur sigraði tvöfalt á bikarmóti tennissambands Íslands sem lauk í dag. Rafn lék til úrslita í meistaraflokki karla og hafði þar betur gegn Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs. Rafn lék svo ásamt föður sínum, Raj Kumar Bonifacius, til úrslita í meistaraflokki tvíliða og unnu þeir feðgar þar bræðurna Kjartan og Hjalta Pálsson. Meira umfjöllun um mótið hér.